Grjónagrautur í ofni

Gott í maga og alltaf vinsælt, það er svo þæginlegt að setja hráefnin í eldfast mót í og inn í ofn og þurfa ekki að standa yfir pottinum að passa að grauturinn brenni ekki við.

1 klst 30 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 4 dl Hrísgrjón
  • 2 l Nýmjólk
  • 2 tsk Vanilludropar
  • 1 tsk Salt

    Leiðbeiningar

    Aðferð

    1. Hitið ofninn í 170 gráður
    2. Blandið öllum hráefnum saman í eldfast mót, passið að hafa mótið nógu stórt.
    3. Setjið álpappír yfir og mótið inn í ofn.
    4. Bakið í um 1,5 klst.
    5. Það myndast smá himna efst á grautnum, enni er flett af og hrært vel í grautnum áður en hann er borinn fram.

    Njótið vel, þetta er einstaklega gott !