Grillspjót með grænmeti og grillosti

Sumarleg og góð grillspjót með girnilegasta grænmetinu og nýjum grillosti frá Gott í matinn. Frábær réttur sem hentar bæði sem smáréttur eða meðlæti með grillsteikinni.

15 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Grillspjót

  • 260 g Grillostur
  • 150 g Sveppir
  • 1 Rauðlaukur
  • 190 g Kúrbítur
  • Smyrjið grillolíu

Jógúrtdressing

  • 150 g Grísk jógúrt
  • 2 msk Saxaður kóríander
  • 2 stk Hvítlauksrif, saxað
  • 1 stk Salt eftir smekk
  • 1 stk Pipar eftir smekk
  • 0.5 stk Lime, safi og börkur

    Leiðbeiningar

    1. Skerið Grillost niður í sneiðar/bita sem eru um 1 cm á þykkt.
    2. Skerið rauðlauk og kúrbít niður.
    3. Raðið grænmeti og osti á spjót og penslið létt með ólífuolíu.
    4. Penslið næst þunnu lagi af grillolíu á spjótin og setjið á meðalheitt grillið
    5. Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið og bætið grillolíu á eftir smekk.

    Jógúrtdressing

    • Blandið öllu saman í skál og berið fram með grillspjótunum.