Grillaðir bananar með mars súkkulaði og ís!

Grillaður desert... það klikkar ekki að grilla banana í grillveislunni. Stinga mars bitum innan í banana og bera herlegheitin svo fram með vanilluís.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 1 stk Vanillu ís
 • 4-5 stk bananar
 • 1 stk Mars súkkulaði

  Leiðbeiningar

  Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

  Aðferð:

  1. Byrjið á að hita grillið
  2. Takið banana og opnið þá með því að skera línu á þá endilangt, stingið mars súkkulaðibitum eða ykkar uppáhalds súkkulaði ofan í bananana.
  3. Pakkið þessu svo inn í álpappír og setjið á grillið í um 15-20 mínútur eða þar til súkkulaðið er bráðið.
  4. Berið fram með vanilluís eða jafnvel þeyttum rjóma.