Grillaðar kjúklingabringur með sítrónu, hvítlauk og kryddjurtum

Þessi uppskrift er algjör himnasending á sumardögum. Hún er agalega einföld en ó-svo bragðgóð. Borin fram með góðu kartöflusalati og “picknick” og allir ættu að vera sáttir.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 700 g Kjúklingabringur
  • 4 hvítlauksrif, pressuð
  • 1.5 tsk Fínrifinn sítrónubörkur
  • 6 msk Ólífuolía
  • 1 tsk Timían, þurrkað
  • 0.5 tsk Oregano, þurrkað
  • 1 tsk Salt
  • 0.5 tsk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Blandið öllum hráefnum að bringunum undanskildum saman í skál.

    2. Bætið kjúklingabringum saman við og nuddið marineringunni vel inn í kjúklinginn.

    3. Leyfið bringunum að marinerast í amk. 30 mínútur eða lengur ef þið hafið tök á því.

    4. Grillið í um 3 mínútur á hvorri hlið.