Grillaðar grísahnakkasneiðar með kaldri piri piri sósu og aspas

Grísakjöt með ljúffengu piri piri bragði, ótrúlega einfalt og gott

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki Grísahnakkar
  • 1 pakki Aspas búnt
  • 1 dl Grísk jógúrt
  • 1 tsk Piri Piri krydd
  • 1 stk Ólífuolía
  • 1 Sjávarsalt
  • 1 tsk Hunang eða hlynsíróp

    Leiðbeiningar

    Eldunaraðferð

    1. Byrjið á því að hita grillið.
    2. Brjótið neðri hluta stilkanna af aspasnum og setjið á álpappírsörk. Dreifið smá ólífuolíu yfir og sjávarsalti.
    3. Setjið kjötsneiðarnar beint á grillið úr pakkningunni og setið álpappírinn með aspasnum á grillið á sama tíma.
    4. Snúið kjötinu við eftir 3-4 mín en fylgist vel með þó.
    5. Þegar kjötið er tilbúið látið það hvílast í örskamma stund áður en það er borið fram.

    Piri Piri sósa

    1 dl grísk jógúrt

    1 tsk tilbúið piri piri rub eða meira ef þið viljið hafa hana sterkari

    1 tsk hunang eða hlynsíróp

    Hrærið öllu saman í skál og berið fram með kjötinu