Grænmetis Enchiladas

Léttur og bragðgóður grænmetisréttur sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Það má að sjálfsögðu setja meira grænmeti í réttinn og þá t.d. rauða papriku, blómkál og brokkolí.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 2 stk Kúrbítur
  • 4 dl Maísbaunir
  • 50 g Jalapeno
  • 4 stk Hvítlauksrif, kramin
  • 0.5 tsk Cumin
  • 200 g Gratínostur
  • 200 g Vorlaukur, saxaður
  • 8 stk Tortillur
  • 400 ml Taco sósa
  • 1 msk Ólífuolía

    Leiðbeiningar

    Leiðbeiningar

    • Stillið ofninn á 200°

    • Brúnið kúrbítsteningana í 1 msk. af olíu.

    • Bætið maísbaunum saman við ásamt jalapeno, hvítlauki og cumini og steikið í stutta stund

    • Takið af hellunni og látið aðeins kólna.

    • Blandið þá helmingnum af ostinum saman við ásamt vorlauknum. Hrærið og smakkið til með salt og pipar

    • Takið til eldfast form og penslið með olíu eða smjörklípu.

    • Setjið um 1 góðan dl af grænmetisblöndunni inn í hverja tortillu og rúllið upp.

    • Leggið í fatið. Hellið tacósósunni jafnt yfir og sáldrið restinni af ostinum ofan á.

    • Bakið í um 25 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.