Geggjaðar oreo brownies

Einn skammtur gerir um 3 stk.

40 mín

8
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 180 g Smjör
  • 3 dl Sykur
  • 0.5 dl Síróp
  • 3 Egg
  • 2 tsk Vanillusykur
  • 1.5 dl Kakó
  • 1 pakki Oreo kex
  • 0.5 tsk Salt
  • 1.5 dl Hveiti

    Leiðbeiningar

    1. Hrærið smjöri og sykri saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bætið eggjum saman við, einu í einu.
    2. Blandið þurrefnunum saman í skál og hellið svo saman við eggjablönduna.
    3. Setjið smjörpappír í form 24x24 og hellið deiginu þar í.
    4. Brjótið Oreo kexkökurnar í tvennt og þrýstið niður í deigið.
    5. Bakið í 200°c heitum ofni í 30 mínútur.
    6. Takið úr ofni og skerið í bita. Gott er að geyma kökurnar í kæli þar til þær eru bornar fram. Stráið flórsykri yfir eða bræðið súkkulaði og setjið yfir og jafnvel mulið Oreo.