Fylltir kalkúnaleggir

Þessir kalkúnaleggir eru dásamlegir, fullkomnir að bera fram á Þakkagjörðarhátíðinni.

1 klst 30 mín

5
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 5-6 stykki
  • 5-6 brauðsneiðar
  • 60-80 grömm
  • 1 stk Rauðlaukur
  • 3-4 hvítlauksrif
  • 8 stk sneiðar
  • 3-4 stykki blöð
  • 3-4 greinar saxaðar niður
  • 3 stykki stilkar

    Leiðbeiningar

    *Athugið að innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt og pipar. *

    Innihald

    • 5-6 kalkúnaleggir (um það bil 2,0 kg)
    • 60 g smjör, bráðið
    • 2 stk sellerí stilkar
    • 1 rauðlaukur
    • 3 hvítlauksrif
    • 150 g beikonkurl, ferskt eða um 8 stk beikonsneiðar skornar fínt
    • 2 msk. ferskt timían
    • 1 msk. fersk salvía
    • 5 brauðsneiðar
    • 1,5 dl vatn
    • 1 kjúklingateningur
    • Salt og pipar

    Aðferð

    1. Byrjið á að skera brauðsneiðarnar í teninga, leggið brauðteningana í form og veltið þeim upp úr 30 g af bræddu smjöri ásamt salti og pipar. Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 25 mínútur eða þar til að þeir eru gullinbrúnir og smá stökkir.
    2. Á meðan brauðteningarnir eru í ofninum er upplagt að útbúa fyllinguna.
    3. Takið rauðlauk,sellerí, hvítlauk, salvíu og timían og fínsaxið.
    4. Setjið beikonkurlið á pönnu og steikið upp úr ca 2 msk af smjöri, látið kurlið verða stökkt.
    5. Blandið saman í skál beikoninu, brauðteningunum, rauðlauknum, hvítlauknum, salvíunni og timían.
    6. Skerið smá gat undir húð kalkúnaleggjanna og setjið fyllinguna undir, eins mikið og kemst fyrir. Sumir sleppa þessu og má alveg bera fyllinguna fram til hliðar.
    7. Sjóðið í potti 1,5 dl af vatni ásamt einum kjúklingateningi. Hellið soðinu yfir leggina og saltið þá svo og piprið að vild.
    8. Setjið inn í ofn við 180 gráður í um 40 mínútur, í lokuðum steikarpotti. 9.
    9. Takið pottinn út og lokið af, hellið 10-20 g af bráðnu smjöri yfir leggina og setjið inn í ofninn, ekki með lokinu á, í um 10 mínútur.

    Berið fram með sósu, sultu og sætri kartöflumús.