Fylltar kalkúnabringur

Þessi upp skrift kemur frá Maríu Gomez, eintaklega góð þakkargjörðarmáltíð.

1 klst 50 mín

6
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 20 - 30 grömm smjör
  • 125 grömm sveppir
  • 2 stykki marin hvítlauksrif
  • 150 grömm beikon
  • 30 grömm ristaðar furuhnetur
  • 45 grömm þurrkaðar aprikósur
  • 100 grömm rjómaostur
  • 1 dl rjómi
  • 2 msk fersk steinsselja
  • 1 tsk þurrkað timían
  • 2 stk Kalkúnabringur

    Leiðbeiningar

    *Athugið að innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema salt, pipar, olíu og brauðteninga. *

    Um 1 kg kalkúnabringa 1000-1200 gr bringa dugar fyrir c.a 6 manns. Bringurnar á innkaupalistanum eru ca 800 gr pakkinn, við setjum því 2 pakka.

    Fylling

    • 20 gr ósaltað smjör • 125 gr sveppir • 2 marin hvítlauksrif • 150 gr beikon • 25-30 gr ristaðar furuhnetur • 70 gr brauðteninga (ekki þurrt brauð heldur alvöru brauðteninga eins og sett er í salat • 45 gr þurrkaðar aprikósur (lífrænt ræktaðar enn betri) • 100 gr Philadelfia light ostur • 1/2-1 dl rjómi • 2 msk fersk steinselja smátt skorin • 1 tsk þurrkað timian • 1/2 tsk fínt borðsalt • pipar

    Aðferð

    Fylling:

    1. Byrjið á að rista furuhnetur á pönnu og setjið til hliðar
    2. Næst er smjörið brætt á pönnu og þunnt skornir sveppir steiktir vel upp úr smjörinu þar til þeir eru orðnir brúnir
    3. Bætið mörðum hvítlauksrifum út á pönnuna og passið að þau brenni ekki því þau verða beisk við það
    4. Leyfið hvítlauknum að mýkjast í sveppunum
    5. Skerið eða klippið beikonið út á pönnuna og leyfið að fá á sig hvítan lit
    6. Skerið apríkósurnar smátt og bætið á pönnuna ásamt restinni af innihaldsefnunum, þar til þetta verður að góðum mjúkum graut
    7. Setjið svo allt saman í matvinnsluvél og vinnið létt þar til fyllingin er orðin að þykkum kekkjóttum graut (passið að vinna alls ekki of mikið, á að vera vel kekkjótt með bitum).

    Aðferð við að fylla bringuna:

    1. Gerið svokallaðan fiðrildaskurð á bringuna með því að skera hana í tvennt fyrir miðju en láta hana samt hanga saman á öðrum endanum
    2. Setjið filmuplast undir og ofan á bringuna og berjið hana með kökukefli eða kjöthamri svo hún verði þunn
    3. Hitið nú ofninn á 180 C°undir og yfir hita (alls ekki blástur því það þurrkar kjötið)
    4. Smyrjið fyllingunni á bringuna og rúllið henni svo upp og bindið saman með snæri
    5. Þegar búið er að fylla bringuna er 50 gr ósalaltað smjör brætt og smurt vel yfir hana
    6. Saltið létt og piprið og toppið svo með því að krydda yfir með Bezt á Kalkúninn kryddinu
    7. Raðið gulrótum í botninn á eldföstu móti til að mynda smá bil undir bringunni og hellið vatni eða hvítvíni í botninn á eldfasta mótinu. Leggið Bringuna ofan á gulræturnar
    8. Eldið svo við 180 C°hita í 1,5 klst - 2 klst eftir stærð bringunnar, 1100 gr er c.a 1,5 klst stærri bringa er lengur.