Flatbrauð undir áhrifum miðjarðarhafsins

Þetta dásamlega flatbrauð slær alltaf í gegn og er alls ekki of flókið.

1 klst

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Deig

  • 3.1 g Þurrger
  • 280 g Hveiti
  • 7.5 ml Ólífuolía
  • 1 tsk Sykur
  • 0.5 tsk Salt
  • 180 ml Volgt vatn

Álegg

  • 250 g Mozzarellaostur, sneiddur
  • 30 g Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir gróflega
  • 40 g Svartar ólífur
  • 180 g Salatostur
  • 5 g Basilíka
  • 1 tsk Oregano
  • 1 msk Steinselja, söxuð
  • 1 egg
  • 1 msk Vatn

    Leiðbeiningar

    1. Blandið fingurvolgu vatni og geri saman í skál. Hrærið varlega í 5 sek og látið standa þar til gerblandan er farin að freyða (ca. 5 mín).

    2. Blandið 250 g af hveiti, salti og sykri saman í skál.

    3. Látið ólífuolíu saman við gerblönduna og hrærið í nokkar mínútur. Hellið saman við hveitiblönduna og blandið gróflega saman við sleif.

    4. Látið deigið á hveitistráð borð og hnoðið vel saman í um 5 mínútur. Setjið þá í skál og rakan klút yfir. Látið hefast í um 30 mínútur.

    5. Hnoðið deigið lítillega og skiptið í tvo hluta og fletjið út.

    6. Léttþeytið eggið og penslið endana á deiginu.

    7. Dreyfið mozzarella yfir botnana.

    8. Látið því næst sólþurrkuðu tómata, svartar ólífur og að lokum fetaost yfir allt.

    9. Kryddið með basilíku og oregano.

    10. Bakið í 210°c heitum ofni í 10-15 mínútur.

    11. Stráið steinselju yfir og njótið vel.