Fiskréttur með spínati, sólþurrkuðum tómötum og fetaosti

Innkaupalistinn inniheldur öll hráefnin í uppskriftina nema olíu, salt og pipar.

35 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 800 g lax
 • 2 msk smjör
 • 3 stk skarlottulaukar, saxaðir
 • 250 g spínat
 • 6 stk sólþurrkaðir tómatar í olíu
 • 0.5 dós fetaostur í olíu
 • 1 stk Sýrður rjómi
 • 1 poki fersk basilíka

  Leiðbeiningar

  1. Hitið smjör á pönnu og steikið laukinn við meðalhita þar til hann er orðinn glær.
  2. Blandið spínati saman við og steikið í 1-2 mínútur. Setjið í ofnfast mót.
  3. Skerið laxinn niður í bita og leggið yfir spínatið.
  4. Setjið sólþurrkaða tómata, sýrðan rjóma, fetaost og basilíku í matvinnsluvél og maukið saman.
  5. Setjið blönduna yfir laxinn og látið í 200°c heitan ofn í um 20 mínútur.