Fimm stjörnu grillkjúlli með kaldri cajun sósu

Þessi marinering er á eitthvað öðru leveli góð!

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur

 • 700 g Kjúklingabringur
 • 120 ml Soyasósa
 • 120 ml Worcestershire sósa
 • 8 msk Dijon sinnep
 • 50 g Púðursykur
 • 3 msk Ólífuolía
 • 1 tsk Svartur pipar
 • 0.5 tsk Hvítlauksduft
 • 0.5 tsk Salt

Cajun sósa

 • 180 g Sýrður rjómi
 • 1.5 msk Eplaedik
 • 1 msk Dijon sinnep
 • 1 tsk Cajun krydd
 • 0.5 tsk Svartur pipar

  Leiðbeiningar

  1. Blandið öllum hráefnum í marineringuna saman í skál og leggið kjúklinginn þar í. Látið marinerast í að minnsta kosti klukkutíma helst yfir nótt.
  2. Blandið öllum hráefnum fyrir sósuna saman í skál og geymið í kæli.
  3. Grillið kjúklinginn þar til hann er eldaður í gegn.
  4. Berið fram með sósunni og grilluðu grænmeti.