Fermingarkaka!

Hérna kemur uppskrift af einfaldri fermingarköku, súkkulaði kaka með góðu smjörkremi.

1 klst

15
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 3 dl hveiti
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 dl kakó
  • 4 stk egg
  • 1/2 dl matarolía
  • 1,5 dl AB mjólk
  • 1 tsk vanilludropar og svo einnig í kremið
  • 500gr smjörlíki
  • 500gr flórsykur
  • 1 tsk salt

    Leiðbeiningar

    Súkkulaðikaka Innihald: 3 dl hveiti 2 dl sykur 1 tsk matarsódi 1 tsk salt 1 dl kakó 1/2 dl matarolía 1,5 dl ab mjólk 4 stk egg 1 tsk vanilludropar

    Aðferð: 1. Stillið ofninn á 180 gráður 2. Spreyjið formin með PAM spreyji eða smyrjið þau vel að innan með smjörlíki 3. Blandið þurrefnum saman í skál og gott er að sigta kakóið og hrærið létt 4. Blandið svo olíunni, ab mjólkinni, vanilludropunum og eggjunum saman við og hrærið vel, ég set þetta í hrærivélina og notast við meðal hraðastillingu. 5. Passið að hræra blönduna vel saman þannig hún sé kekkjalaus. 6. Skiptið deiginu jafnt í formin tvö, setjið í ofninn og bakið í um 35 mínútur, gott að nota bökunarprjón til að kanna hvort að kakan sé alveg tilbúin. 7. Látið botnana alveg kólna áður en kremið og skreytingar eru settar á.

    Smjörkrem Innihald: 500 gr smjörlíki (mjúkt) 500 gr flórsykur 2 msk vanilludropar

    Aðferð: 1. Blandið saman í skál smjörlíki, flórsykri og vanilludropum og þeytið vel saman á góðum hraða. Því lengur sem hrært er því hvítara verður kremið. 2. Takið smá part af smjörkreminu til hliðar ef að valið er að lita smá part af því. 3. Smyrjið kreminu á kökuna, setjið vela f kremi milli botnanna og á alla kanta. Sléttið úr kreminu eins og hægt er og kælið hana í um 20 mínútur og endurtakið aðferðina. Setjið litað smjörkrem hér og þar á kökuna og að því loknu er best að strjúka yfir kökuna til að allt krem verði jafnt. 4. Pakkið blómastönglunum inn í blómalímband til þess að forðast að vökvi úr blómunum berist í matvælin, stingið blómunum hér og þar sem að ykkur finnst fallegast.