Falafel bollur með melónusalati og tahini jógúrtsósu

Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Falafel bollur eru alltaf frábærar, melónusalatið og tahini jógúrtsósan er eins og punkturinn yfir i-ið!

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Falafel bollur

  • 200 g Kjúklingabaunir
  • 4 Hvítlauksrif
  • 1 Rauðlaukur
  • 1 msk Tahini
  • 2 tsk Cumin
  • 2 tsk Kóríanderkrydd
  • Safi úr 0.5 sítrónu
  • 2 tsk Lyftiduft
  • 10 g Fersk steinselja
  • Salt
  • Pipar

Melónusalat

  • 400 g Vatnsmelóna
  • 1 Rauðlaukur
  • 20 g Mynta
  • 75 g Salatostur
  • 200 g Kirsuberjatómatar

Tahini jógúrtsósa

  • 2 msk Tahini mauk
  • 6 msk Hrein jógúrt
  • Safi úr 0.5 sítrónu
  • 1 Hvítlauksrif, pressaður
  • 1 msk Ólífuolía
  • Salt

    Leiðbeiningar

    FALAFEL BOLLUR

    1. Leggið kjúklingabaunir í bleyti í að minnsta kosti 10 klst eða allt að 24 klst.

    2. Takið þá úr vatninu og skolið með köldu vatni. Látið í matvinnsluvél ásamt hinum hráefnunum og maukið saman þar til úr verður deig. Ef blandan er of þurr bætið þá 1-2 msk saman við en bara lítið í einu.

    3. Mótið í bollur og ef þið viljið er gott að velta þeim upp úr sesamfræjum.

    4. Hitið olíu á pönnu og steikið í 2-3 mínútur á báðum hliðum.

    MELÓNUSALAT

    Skerið melónu, tómata, raulauk og mynta niður og setjið í skál ásamt fetaosti. Geymið í kæli þar til borið fram.

    TAHINI JÓGÚRTSÓSA

    Blandið öllum hráefnum saman og smakkið til með salti.