
Ekta ítalskar kjötbollur með pastasósu
Þessi er einn af uppáhalds réttum fjölskyldunnar og uppáhald allra sem á réttinum bragða hvort sem þeir eru ungir eða aldnir. Uppskriftin er ekki flókin en felur í sér örlítið dúllerí og frábært að fá sem flesta við borðið og hjálpa til við að móta kjötbollurnar, sem tekur þó enga stund og gera skemmtilega stemmningu úr þessu.
40 mín
4
skammtar
0 kr.
Setja í körfu
Hráefni
0 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
Hráefni
- 500 g Nautahakk
- 1 stk Egg
- 0.25 bolli Mjólk
- 0.5 bolli Brauðrasp
- 0.5 tsk Salt
- 1 tsk Oregano
- 1 tsk Steinselja
- 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
- 2 msk furuhnetur, smátt saxaðar
- 0.5 tsk Pipar
- 0.25 bolli parmesan, rifinn
Pastasósa
- 800 g Fínhakkaðir tómatar
- 1 dós Tómatpúrre
- 2 hvítlauksrif
- 0.5 laukur, smátt saxaður
- 1 tsk Basil
- 1 tsk Salt
- 0.25 tsk pipar
- 2 msk Sykur
- 0.25 bolli Ólífuolía
- 0.25 bolli Parmesan
Blandið öllum hráefnum saman varlega með höndunum.
Mótið í kúlur.
Látið kúlurnar detta varlega í vel heita pastasósu og lækkið svo hitann örlítið.
Látið malla þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar.
Borið fram með spagetti og pastasósu (heimalagaðri eða aðkeyptri) og parmesan. Saltað og piprað eftir smekk.
Steikið í olíu lauk og hvítlauk í stórum potti.
Bætið öllu hinu í pottinn og látið malla í um 15 mínútur.