Einstakt salat með falafel bollum

Hérna kemur uppskrift af góðu og hollu salati, það sem gerir þetta salat einstakt er að það er matmikið með falafel bollum, eggjum og því þarf engin að hafa áhyggjur að verða svangur eftir þetta góða salat.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 pakki falafel bollur
  • 150gr spínat
  • 1 stk salat haus
  • 4 stk harðsoðin egg
  • 150gr tómatar litlir skornir í tvennt
  • 1/2 gúrka skorin í bita
  • 1 stk paprika skorin smátt
  • 3 msk af kryddolíu
  • 1/2 ostakubbur skorinn í bita
  • 1 stk epli skorið í litla bita
  • Nóg af parmesan osti yfir

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina.

    Aðferð:

    1. Byrjið á að harðsjóða 4 stykki egg
    2. Setjið falafel bollurnar í eldfast mót og hitið aðeins í ofni
    3. Byrjið á að undirbúa salatið, ég setti í þetta spínat til helminga við venjulegt salat t.d. Lambhaga salathaus. Litla konfekt tómata skorna til helminga, 1 stk epli skorið niður í litla bita, 1/2 gúrku skorna í bita, 1 stk gula papriku skorna niður í bita, 1/2 fetakubb skorinn niður, svo notaði ég um það bil 3 msk af olíu úr Fetaosti og velti þessu öllu saman. Að lokum skar ég niður eggin, bætti falafel bollunum við ásamt nóg af parmesan osti yfir.
    4. Ég setti allra síðast smá pítusósu yfir salatið en það getur verið val hvers og eins.

    Ef að þið eigið eitthvað í ísskápnum sem þarf að klára verið óhrædd að bæta því saman við, ég átti til að mynda nokkrar melónusneiðar og bætti þeim saman við og flysjaði eina gulrót yfir líka.