Einfalt rigatoni með pestó, ólífum og sólþurrkuðum tómötum

Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa.
2
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 300 g Rigatoni pasta
  • 190 g Grænt pestó
  • 200 g Sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl Svartar ólífur
  • 1 dl Grænar ólífur
  • Notið kirsuberjatómata eftir smekk
  • Notið basiliku eftir smekk
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Pipar

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á því að setja vatn í stóran pott og saltið vel. Hitið að suðu og bætið þá Rigatoni pastanu út í vatnið. Sjóðið í 13 mín. Í lokin takið þið frá 1 dl af pastavatni og setjið til hliðar.
    2. Skerið ólífurnar í sneiðar og sólþurrkuðu tómatana í bita
    3. Hellið vatninu af pastanu og setjið í stóra skál. Setjið pestóið yfir pastað og veltið pastanu saman við.
    4. Bætið sólþurrkuðum tómötum og ólífum saman við, setjið kokkteiltómata yfir ásamt ferskri basiliku.