Einfaldir sweet chili kjúklingavængir
Einfaldur og fljótlegur réttur sem slær alltaf í gegn á mínu heimili, sósan gerir vængina smá "sticky" sem ég er svo hrifin af.
1 klst
4
skammtar
1.107 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.107 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1000 g Kjúklingavængir
- 4 msk Tómatsósa
- 4 hvítlauksrif, pressuð
- 4 msk Sweet chili sósa
- 4 msk Sojasósa
- 3 msk Púðursykur
Snyrtið kjúklingavænginga og skerið í tvennt.
Blandið tómatsósu, sojasósu, sweet chilí sósu, hvítlauk og púðursykri saman í skál.
Setjið kjúklingavængina saman við marineringuna og geymið í kæli í 30 mín.
Látið kjúklinginn á ofnplötu með álpappír og eldið við 200°c í 35-40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er farinn að brúnast.