Einfaldar bananaorkukúlur - MUNA
 Hér höfum við alveg æðislegar banana orkukúlur sem er algjört snilldar millimál fyrir bæði börn og fullorðna. 
 30 mín
 1 
 skammtar
  0 kr. 
  Setja í körfu
Hráefni
 0 kr. 
  Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Banani
 - 40 g Hnetusmjör
 - 1 tsk Vanilludropar
 - 0.5 g Kanill
 - 120 g Haframjöl
 - 100 g Dökkt súkkulaði (má sleppa)
 
- Stappið bananann í skál og bætið svo öllum öðrum innihaldsefnum í skálina og blandið vel saman.
 - Myndið kúlur úr deiginu (c.a. 16 stk) og setjið í frystinn í u.þ.b. 1-2 klst.
 - Ef þið viljið hjúpa kúlurnar með súkkulaði, þá bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hjúpið kúlurnar, látið standa þar til súkkulaðið stirðnar.
 - Geymið í loftþéttum umbúðum inn í ísskáp.