Djúsí borgari með Dóra sterka

Dóri sterki er tilþrifamikill ostur sem kemur skemmtilega á óvart. Kraftmikil kryddblandan stígur trylltan dans við bragðlaukana í hverjum bita og óhætt að mæla með honum á grillaða hamborgara - allan ársins hring!

20 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 500 g Ungnautahakk
  • 4 stk Dóri sterki
  • 4 stk Hamborgarabrauð
  • 8 stk Beikonsneiðar
  • 1 Rauðlaukur
  • 1 Avókadó
  • 2 Tómatar
  • 150 g Kál
  • Chili majó
  • Olía til steikingar
  • 1 stk Salt
  • 1 stk Svartur pipar

    Leiðbeiningar

    1. Steikið beikonið á pönnu, í ofni eða á grilli.

    2. Saltið og piprið hakkið, skiptið því í fernt og mótið 4 hamborgara úr því.

    3. Grillið hamborgarana í þrjár mínútur á heitu lokuðu grilli, snúðið hamborgurnum við og leggið sneið af Dóra sterka á hvern borgara.

    4. Grillið áfram á lokuðu grilli í um 4 mínútur.

    5. Hitið brauðin á grillinu rétt í lokin þegar hamborgararnir eru að verða eins og þið viljið þá grillaða.

    6. Berið hamborgarann fram með chili majó, káli, tómat, rauðlauk og avókadó.

    7. Tilvalið er að njóta borgarans með frönskum kartöflum en einnig er hann góður einn og sér.