Daim smákökur

Einstaklega góðar smákökur með Daim súkkulaði og suðusúkkulaði, fullkomnar á aðventunni.

35 mín

10
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 225 g Hveiti
  • 150 g Smjör
  • 75 g Sykur
  • 75 g Púðursykur
  • 1 stk Egg
  • 1 tsk Matarsódi
  • 130 g Daim
  • 50 g Suðusúkkulaði
  • 0.5 tsk Salt

    Leiðbeiningar

    Innihald:

    • 150 gr smjör við stofuhita
    • 75 gr sykur
    • 75 gr púðursykur
    • 1 egg
    • 225 gr hveiti
    • 1 tsk matarsódi
    • ½ tsk salt
    • 130 gr saxað daim
    • 50 gr suðusúkkulaði (til að skreyta með)

    Aðferð:

    1. Hitið ofninn í 180°.
    2. Þeytið saman báðar tegundir af sykri og smjör þar til létt og ljóst.
    3. Bætið því næst egginu út í og hrærið vel.
    4. Hveiti, matarsóti og salt fer næst í blönduna og að lokum saxað Daim súkkulaðið.
    5. Mótið um 20 kúlur og pressið þær örlítið niður á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
    6. Bakið í um 15-18 mínútur og kælið.
    7. Bræðið þá suðusúkkulaðið og setjið í lítinn zip-lock poka. Klippið lítið gat á eitt hornið og „drizzlið“ yfir kökurnar til skrauts.