Cesar salat

Alltaf ferskt og gott, tilvalið í kvöldmatinn !

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

 • 600-700 gr kjúklingur
 • 500gr salat
 • 150gr Tómatar skornir til helminga
 • Parmsean ostur niðurrifinn ( vel af honum)
 • 5-6 msk salat dressing / hvítlaukssósa

  Leiðbeiningar

  Innkauplaistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu, salt & pipar.

  Aðferð:

  Hérna kemur uppskrift að góðu cesar salati, ef að ykkur langar að gera ykkar eigin brauðteninga þá er það ekkert mál. Þið skerið niður brauð í teninga, veltið þeim upp úr olíu, setjið í eldfast form og inn í ofn þar til að þeir verða stökkir.

  1. Byrjið á skera niður kjúklingalundir/ bringur í bita og steikið á pönnu upp úr smá olíu, saltið og piprið aðeins. Eldið kjúklingabitana vel.
  2. Skerið niður kál ( best að nota Romana salat eða kínasalat) skerið litla tómata til helminga.
  3. Blandið salatinu & kjúklingnum saman í skál og setjið nóg af rifnum parmasean osti saman við og salat dressingu.
  4. Ég hef það svo sem að blanda brauðteningum saman við en það gerir salatið enn betra.
  5. Leyfið salatinu aðeins að standa og berið svo fram.

  Verði ykkur að góðu !