Burrito skál !

Hérna kemur einföld & bragðgóð Burrito skál, vinsæll kvöldverður jafnt sem nesti til vinnu eða skóla.

40 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 400-500 gr kjúklingabringur
  • 1/2- 1 pakki mexíkó kryddblanda
  • Kálhaus
  • Nokkrir tómatar, eftir smekk
  • Gúrka skorin niður smátt
  • 1 stk Paprika skorin niður smátt
  • 1/2 poki rifinn ostur
  • 250gr gular baunir
  • 1 stk Salsa sósa
  • 1/2 dós sýrður rjómi, eftir smekk
  • 1-2 stk Avocado skorin niður smátt

    Leiðbeiningar

    Innkaupalistinn inniheldur öll hráefni í uppskriftina nema olíu.

    Aðferð:

    1. Byrjið á skera kjúklingabringur eða lundir niður í bita og steikið á pönnu, setjið gott burito krydd saman við og leyfið að malla aðeins.
    2. Skerið niður grænmeti sem passar ykkur best, dæmi um grænmeti er til dæmis, kál, gúrka, paprika, avocado.
    3. Raðið hráefnunum í skál og setjið rifinn ost, salsa og eða sýrðan rjóma ofan á.

    Njótið vel !