
Burrata og bökuð vínber
25 mín
Setja í körfu
Hráefni
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 500 g Rauð vínber
- 2 msk Balsamikedik
- 3 stk Hvítlauksrif
- 10 g Basilika, söxuð
- 1 pakki Baguette
- 2 stk Burrata kúlur
- 3 msk Ólífuolía
- 2 msk Púðursykur
Byrjið á því að hita ofninn í 220°C grillstillingu.
Skolið og þerrið vínberin, takið af greininni.
Blandið ólífuolíu, ediki, rifnum hvítlauk, púðursykri, salti og pipar saman í skál og hellið yfir vínberin, leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt líka í lagi).
Skerið baguette brauðið í sneiðar, penslið með ólífuolíu og stráið smá grófu salti yfir.
Setjið berin í eldfast mót og setjið bæði vínber og brauð í ofninn á sama tíma.
Takið brauðið út eftir um 3-5 mínútur en bakið vínberin í 12-15 mínútur í heildina eða þar til nokkur fara aðeins að krumpast/springa.
Leyfið vínberjunum aðeins að standa eftir að þau koma úr ofninum og leggið síðan tvær burrata mozzarella kúlur ofan á, setjið smá lög úr botninum á vínberjafatinu yfir ostinn ásamt basilíkunni.
Njótið með ristaða baguette brauðinu.