Buffalo kjúklingastrimlar með fetaosta dressingu og frönskum

Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru aðallega bara smá handavinna. Fetaosta sósan er algjörlega fullkomin með og dempar aðeins hitann af buffalo sósunni.

50 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

Hráefni

 • 700 g Kjúklingabringur
 • 120 g Hveiti
 • 2 stk Egg
 • 62.5 ml Nýmjólk
 • 140 g Kornflex
 • 1 tsk Salt
 • Pipar eftir smekk
 • 1 tsk Reykt paprika
 • 1 tsk Hvítlauksduft
 • 148 ml Buffalo sósa

Fetaosta dressing

 • 150 g Salatostur
 • 125 ml Létt majónes
 • 140 g Grískt jógúrt
 • 1 hvítlauksrif
 • 1 tsk Dill
 • 0.5 tsk Oregano
 • 3 msk Nýmjólk
 • Salt eftir smekk
 • Pipar eftir smekk
 • 1 tsk Hunang

  Leiðbeiningar

  1. Skerið kjúklingabringurnar í strimla. Setjið hveiti í djúpan disk, egg og mjólk í aðra og pískið saman. Setjið krydd og kornflex saman í matvinnsluvél og vinnið í rasp og setjið í þriðja djúpa diskinn.

  2. Veltið strimlunum upp úr hveiti, þar næst eggjablönduna og látið aðeins leka af bitunum og síðast í kornflexraspið. Raðið bitunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

  3. Hitið ofninn í 200°C blástur. Bakið bitana í 10 mín fyrst, opnið ofninn og snúið við bitunum og bakið áfram í 10 mín.

  4. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum er gott að græja sósuna. Setjið öll hráefni fyrir sósuna í matvinnsluvél eða blandara og vinnið vel saman.

  5. Takið kjúklinginn út og látið mesta hitann rjúka úr, setjið nokkra bita í skál og dreifið buffalo sósu yfir og hristið skálina til, setjið þá aðeins meira af sósunni og hristið aftur til. Endurtakið með alla bitana.

  6. Ég bar kjúklingastrimlana fram með frönskum og fetaostadressingunni en salat eða hrísgrjón væru alveg frábærir kostir líka.