Brownie veislubitar

Ljúfir brownie veislubitar, einfaldir í framkvæmd og alltaf góðir. Svo má bæta jarðarberjum ofan á hvern bita til að toppa herlegheitin!

30 mín

8
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 150gr Smjör
  • 200gr Suðusúkkulaði
  • 1,5 dl Sykur
  • 2 tsk Vanilludropar
  • 1/4 tsk salt
  • 2 msk Kakó
  • 3 stk Egg

    Leiðbeiningar

    Aðferð:

    1. Stillið ofninn á 180 gráður.
    2. Bræðið smjör í potti og súkkulaðið saman við vægan hita og leyfið því aðeins að kólna.
    3. Sykri, kakó, vanilludropum, salti og eggjum bætt út í pottinn og hrært saman.
    4. Loks er hveiti sigtað saman við og 3 msk af volgu vatni og hært vel í blöndunni.
    5. Hellið deiginu í ferkanntað form, mér finnst stærðin 20 x 20 henta vel og munið að smyrja formið vel. Setjið inn í ofn í um 18-20 mínútur
    6. Takið kökuna úr ofninum, leyfið henni að kólna og skerið svo í litla bita.