
Brokkolí salat að hætti Unu
Þetta brjálaða brokkolí salat verða allir að prófa, þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldunni minni lengi vel og alltaf þykir það jafn gott. Tilvalið í veisluna með snittubrauði eða góðu kexi.
30 mín
6
skammtar
2.917 kr.
Setja í körfu
Hráefni
2.917 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Brokkolíhaus
- 1 stk Rauðlaukur
- 1 pakki beikon eða beikonstrimlar
- 1 poki Furuhnetur
- 4 msk Majones
- 50gr Rúsínur
- 3-4 dropar Balsamik edik
- Byrjið á að saxa brokkólíið smátt.
- Ristið furuhnetur á pönnu.
- Saxið rauðlaukinn niður smátt og steikið á pönnu með beikonstrimlunum
- Hrærið öllu saman í skál ásamt majónesinu og balsamik edikinu, bætið smá rúsínum saman við en það er þó val.
Leiðbeiningar
Aðferð:
Geymið í nokkrar klukkustundir í kæli og berið fram með snittubrauði eða góðu kexi, njótið vel!