
Bökuð kartafla með mexíkóskri kjúklinga og avacadofyllingu
Þessi réttur er fyrir alla sem elska mexíkóska rétti en eru fastir í sömu uppskriftinni. Þessi réttur er dásamlegur og ofureinfaldur í gerð. Hér eru við að tala um bakaða kartöflu með mexíkóskri kjúklingafyllingu, bræddum mozzarella og avacado. Frábær réttur á virkum dögum og þess vegna hægt að gera kartöfluna kvöldinu áður til að spara sér tíma og hita síðan upp með fyllingunni. Snilldin ein!
1 klst 30 mín
4
skammtar
5.591 kr.
Setja í körfu
Hráefni
5.591 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 8 stk Bökunarkartöflur
- 500 g Kjúklingalundir
- 170 g Tómat púrra
- 3 Vorlaukur, skorinn þunnt
- 250 g Kirsuberjatómatar, skornir í báta
- Mozzarella, rifinn
- 1 Avacado
- 22 g Tacokrydd
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Skerið djúpan kross í kartöflurnar. Stáið salti í sárið og bakið við 220°c heitan ofn í um 60 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
Setjið olíu á pönnu og heitið vel. Skerið kjúklinginn í þunna strimla og steikið hann á pönnunni þar til hann hefur eldast í gegn. Bætið tómat púrrunni, kryddinu og salti saman við og blandið vel saman.
Þegar kartöflurnar eru fulleldaðar takið úr ofninum án þess þó að slökkva á honum. Kreystið þær til að opna þær betur og látið fyllinguna inní. Stráið osti yfir og bakið í 5-10 mínútur eða þar til osturinn er orðinn gylltur.
Skerið avacado í teninga og stráið yfir. Berið fram með t.d. sýrðum rjóma, salsasósu, kóríander og vorlauk.