Blómkálssúpa að hætti Unu

Einföld og bragðgóð blómkálssúpa. Það er alltaf fljótlegt að skella í góða súpu og er þessi er einstaklega bragðgóð og vinsæl á mínu heimili.

45 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 1 dl Rjómi
  • 400 ml Kókosmjólk
  • 1 stk Grænmetiskraftur
  • 1 stk Kjúklingakraftur
  • 1 stk Blómkálshaus
  • 1 tsk Karrý

    Leiðbeiningar

    1. Byrjið á að skera blómkálshaus niður gróflega, setjið í pott ásamt 4dl vatni og sjóðið þar til hann er alveg mjúkur.

    2. Sigtið mest allt vatnið frá og geymið. Maukið blómkálshausinn með töfrasprota.

    3. Setjið saman í pott blómkálsmaukið, kókosmjólkina, vatnið (soðið af blómkálshausnum ca 4 dl) og leyfið að sjóða undir vægum hita.

    4. Næst setjið þið saman við blönduna, grænmetis- og kjúklingateningana, salt og pipar að vild og smá karrý, hrærið þessu vel saman og leyfið að sjóða aðeins.

    5. Að lokum er rjóminn settur saman við, það má alveg setja meira en 1 dl af rjóma það fer eftir smekk. Setjið salt og pipar saman við eftir smekk.

    6. Gott er að leyfa súpinni að sjóða aðeins við vægan hita í svolitla stund áður en hún er borin fram.

    Njótið vel !