Bang Bang rækjur!

Þessi smáréttur er hannaður fyrir 3-4 og er ótrúlega góður á bragðið, til að gera fulla kvöldmáltíð úr þessu er t.d hægt að skera niður í gott salat og elda sæta kartöflu eða hrísgrjón með.

30 mín

4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 300 ml Sódavatn
  • 0.5 tsk sítrónupipar
  • 500 g Tígrisrækjur
  • 1 l Steikingarolía
  • 120 g Hveiti
  • 1.5 msk Lyftiduft
  • 0.5 msk Sjávarsalt

    Leiðbeiningar

    1. Gerið sósuna fyrst með því að blanda öllum hráefnum í skál og smakka til með chilí mauki.
    2. Blandið saman hveiti, lyftidufti, salti og pipar og hrærið vel.
    3. Veltið rækjunum upp úr hveitinu og setjið á disk.
    4. Hellið sódavatni saman við hveitiblönduna sem eftir er og hrærið saman þar til deig myndast.
    5. Dýfið hveitihúðuðum rækjum í deigið.
    6. Hitið olíu rólega í potti eða wok pönnu. Þegar hún er orðin nægilega heit, látið hluta af rækjunum þar í og steikið.
    7. Þegar rækjurnar eru orðnar stökkar og brúnar að lit takið úr olíunni og þerrið á pappír.
    8. Setjið í skál og hellið chilí sósunni yfir og blandið vel saman.
    9. Berið fram strax.