Bakaður Ostakubbur með ólífum

Virkilega góð og einföld uppskrift með Ostakubbi frá Gott í matinn (áður Fetakubbur). Gott að bera fram með góðu brauði eða kexi.
4
skammtar

Uppskrift

Hráefni

  • 250 g Ostakubbur
  • Sítrónusafi úr hálfri sítrónu
  • 2 stk hvítlauksrif
  • Notið svartar ólífur eftir smekk
  • Notið grænar ólífur eftir smekk
  • 1 stk Snittubrauð
  • 4 msk Ólífuolía

    Leiðbeiningar

    • Skerið ostakubbinn í tvennt og setjið annan helminginn ofan á hinn.
    • Setjið ostinn í eldfast mót.
    • Blandið olíu, safa úr sítrónu og hvítlauk saman í skál og hellið yfir ostinn.
    • Stráið salti og pipar yfir ostinn.
    • Setjið ólífurnar meðfram ostinum ásamt nokkrum sneiðum af sítrónu og rósmarín.
    • Bakið í um 20 mínútur við 180 gráðu hita, eða þar til osturinn er farinn að bráðna.