Bakaður ostakubbur með hunangi, chili og sesamfræjum
Ostakubbur er eitt af því sem ég á alltaf í ísskápnum og nota nánast daglega. Í salöt, með eggjum, í kjúklinga- og fiskrétti og svo er frábært að baka hann. Að þessu sinni velti ég honum upp úr ólífuolíu, chili og hunangi og baka með sesamfræjum. Algjörlega stórkostlegt og frábær smáréttur!
20 mín
1
skammtar
1.779 kr.
Setja í körfu
Hráefni
1.779 kr.
Setja í körfu
Uppskrift
Hráefni
- 1 stk Ostakubbur
- 1 msk Hunang
- 1 msk Ólífuolía
- 2 msk Sesamfræ
- 1 stk Chilíflögur
Hitið ofn og kveikið á grillinu í 250 gráður.
Takið ostakubbinn úr umbúðunum og þerrið aðeins með pappír.
Leggið ostinn í eldfast mót. Hellið olíu, hunangi og chili yfir og veltið ostinum upp úr blöndunni.
Stráið sesamfræjum yfir og bakið í miðjum ofni þar til osturinn mýkist og er gullinbrúnn.
Berið ostinn fram heitan með kexi eða brauði.