Þorskalýsi sítrónu og myntu 240 ml

Þorskalýsi með sítrónu og myntu
Hrein hollusta með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum og auðug af A- og D- og E-vítamínum.
Þorskalýsi inniheldur A- og D-vítamín sem styrkja vöxt tanna og beina, hafa góð áhrif á sjónina og styðja við ónæmiskerfi líkamans. Það er einnig auðugt af ómega-3 fitusýrum sem eru þau næringarefni sem hvað mest hafa verið rannsökuð á síðustu áratugum. Niðurstöðurnar sýna að ómega-3 fitusýrurnar gegna margþættu hlutverki í líkamanum. Þær ásamt vítamínunum skýra hollustu þorskalýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Þorskalýsi er framleitt úr íslenskri lifur sem safnað er frá bátum og skipum um land allt.
Notkunarleiðbeiningar: Börn 1-5 ára: 1 teskeið (5 ml) á dag - 6 ára og eldri: 2 teskeiðar (10 ml) á dag
Innihald: Þorskalýsi, E-vítamín (d-alfa-tókóferýl asetat), A-vítamín (retínól palmítat), D-vítamín (kólekalsiferól).
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri. |
- Börn 1-5 ára (1 tsk)
- A-vítamín: 230 uq (29% NV*)
- D-vítamín: 10 uq (200%)
- E-vítamín: 4,6 mg (38%)
- 6 ára og eldri (2 tsk)
- A-vítamín: 460 uq (58%)
- D-vítamín: 20 uq (400%)
- E-vítamín: 9,2 mg (77%)
*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.
Geymist þar sem börn sjá ekki og ná ekki til
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Vítamín og fæðubótarefni skulu aldrei koma í stað fjölbreyttrar fæðu og heilbrigðs lífernis.