Thank You Farmer Sun Project Shimmer Sun Essence sólarvörn SPF30 PA++ 40 ml
Rakagefandi sólarvörn með létta og vatnskennda áferð sem hentar blandaðri og olíumeiri húð einstaklega vel
Shimmer Sun Essence sólarvörnin gefur húðinni einnig extra fallegan og náttúrulegan ljóma og - hentar fullkomlega undir farða eða ein og sér til að fríska vel upp á húðina!
Sólarvörnin fer hratt inn í húðina, frískar upp á hana og gefur henni ljóma, án þess að skilja eftir sig hvíta filmu eða klístraða áferð
Sun Essence sólarvörnin inniheldur meðal annars:
- Shea butter sem bætir teygjanleika húðarinnar og nærir hana
- Niacinamide sem birtir yfirlit húðarinnar og vinnur á dökkum blettum
- Títaníumdíoxíð sem myndar varnarskjöld á milli húðarinnar þinnar og skaðlegra áhrifa sólarinnar og mengunvarvalda í umhverfinu
Veitir SPF30 vörn gegn UVB geislum og PA++ (góða) vörn gegn UVA geislum
Notkun: berið um 1-2 ml (u.þ.b. lengdin á vísifingri) á andlit og háls og blandið vel - ef þú ert mikið utandyra er best að setja á sig sólarvörn aftur á 2 tíma fresti! Umbúðirnar eru litlar og nettar og passa einstaklega vel í veski
Magn: 40 ml