Sóley GLÓey andlitsskrúbbur

Hreinsandi andlitsskrúbbur sem gefur húðinni glóð.
Hreinsar burt dauðar húðfrumur, eykur nýja húðmyndun, dregur úr öldrun húðarinnar og auðveldar húðinni að draga inn næringarefni og raka.
Inniheldur ólífu kjarna.
Magn: 60 ml

Um Sóleyju
Konan að baki Sóley húðsnyrtivörum er Sóley Elíasdóttir, en hún starfaði áður sem farsæl leikkona til fjölda ára. Sóley á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Uppistaðan í græðismyrslunum eru kraftmiklar íslenskar jurtir, þar með talið villt handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri Sóley húðsnyrtivörulínunni. Smyrslin lögðu grunninn að Sóley Organics fyrirtækinu sem hefur nú verið starfrækt frá árinu 2007.