Sítrónulýsi 240 ml
Sítrónulýsi
Hrein hollusta með háu hlutfalli af fjölómettuðum fitusýrum og auðug af A- og D- og E-vítamínum.
Þorskalýsi inniheldur A- og D-vítamín sem styrkja vöxt tanna og beina, hafa góð áhrif á sjónina og styðja við ónæmiskerfi líkamans. Það er einnig auðugt af ómega-3 fitusýrum sem eru þau næringarefni sem hvað mest hafa verið rannsökuð á síðustu áratugum. Niðurstöðurnar sýna að ómega-3 fitusýrurnar gegna margþættu hlutverki í líkamanum. Þær ásamt vítamínunum skýra hollustu þorskalýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Þorskalýsi er framleitt úr íslenskri lifur sem safnað er frá bátum og skipum um land allt.
Notkunarleiðbeiningar: Börn 1-5 ára: 1 teskeið (5 ml) á dag - 6 ára og eldri: 2 teskeiðar (10 ml) á dag
Innihald: Þorskalýsi, E-vítamín (d-alfa-tókóferýl asetat), A-vítamín (retínól palmítat), D-vítamín (kólekalsiferól).
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri. |
- Börn 1-5 ára (1 tsk)
- A-vítamín: 230 uq (29% NV*)
- D-vítamín: 10 uq (200%)
- E-vítamín: 4,6 mg (38%)
- 6 ára og eldri (2 tsk)
- A-vítamín: 460 uq (58%)
- D-vítamín: 20 uq (400%)
- E-vítamín: 9,2 mg (77%)
*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna samkvæmt reglugerð.