Pönnusteikt rauðspretta með ólífukartöflum og paprikusósu

Pönnusteikt rauðspretta með ólifukartöflum og paprikusósu!
- Við sendum þér uppskrift og hráefni í kvöldmatinn! Margir girnilegir réttir í boði.
- Þú getur valið þann afhendingartíma sem hentar þér:
- 11:00 - 13:00 / 13:00 - 15:00 / 15:00 - 17:00 / 17:00 - 19:00 / 19:00 - 21:00
- Svo getur þú auðvitað komið til okkar í Smáratorg og sótt ef það hentar þér betur, við erum þar til kl. 18:00.
- Það sem þú þarft að eiga:
- Ólífuolía
- Smjör
- Hveiti
- Salt
- Pipar
- Það sem þarf að hafa við hendina:
- Hnífur
- Skurðarbretti
- Panna
- Eldfast mót
- Skál
- Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda.
- Geymið hráefnin í kæli og skolið grænmeti fyrir notkun.
- Allar uppskriftir geta innihaldið hnetur í snefilmagni.

Skref 1
Stillið ofninn á 180°c og blástur. Skertið kartöflurnar í báta.

Skref 2
Skerið hálfa sítrónu í litla bita og saxið hvítlaukinn. Skerið síðan hinn helming sítrónunnar í báta.

Skref 3
Blandið kartöflunum, ólífunum, sítrónubitunum og hvítlauknum saman í eldfast mót ásamt olíu, salti og pipar. Bakið í ofninum í 20-30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru orðnar fulleldaðar.

Skref 4
Setjið hveiti í skál ásamt vel af salti og pipar, skerið rauðsprettuna í bita og veltið uppúr hveitinu. Hveitið er ekki nauðsynlegt en það gefur rauðsprettunni betra bragð og stökka áferð.

Skref 5
Hitið 2-3 msk af ólífuolíu eða smjöri á pönnu. Steikið rauðsprettuna í 2-3 mínútur á hvorri hlið eða þar til hún hefur náð fallega gylltum lit.

Skref 6
Berið rauðsprettuna fram með ólífukartöflunum, salatinu og paprikusósunni. Kreistið sítrónusafa yfir eftir smekk. Njótið vel!
Pakki fyrir 2 inniheldur: (pakki fyrir 4 inniheldur tvöfalt neðangreint magn)
- 400 g Rauðspretta
- 300 g kartöflur
- 30 g Ólifur
- 1 Sítróna
- Hvítlaukur (2 geirar)
- 50 g salat
- 100 ml Paprikusósa
Næringargildi í 100 g.
- Kcal: 129
- Fita: 8,4 g
- þ.a. mettuð fita: 4,8 g
- Kolvetni: 5,3 g
- þ.a. sykur 0,5 g
- Trefjar: 1,4 g
- Prótín: 8,1 g
Innihaldslýsing: Rauðspretta, kartöflur, ólífur (ólífur, vatn, salt, sítrónusýra, E300, kalsíum klór) , sítróna, hvítlaukur, salat, paprikusósa ( majónes (repjuolía, EGGJARAUÐUR, vatn, krydd, SINNEPSDUFT, edik, sykur, salt, rotvarnarefni E211, E202), grilluð paprika ( paprika (67%), sólblómaolía, salt, basilíka, hvítlaukur, sykur, edik, E330, bragðefni), sítrónusafi, hvítlaukur, salt).
Ofnæmisvaldar eru FEITLETRAÐIR.