Nýtt á Heimkaup!

Nú getur þú sótt innkaupin í sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló.

Nú getur þú sótt innkaupin í sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló.

Viðskiptavinir Heimkaupa geta nú sótt vörur samdægurs í kældar og frystar sjálfsafgreiðslustöðvar Pikkoló. Fyrsta stöð Pikkolo hefur nú þegar verið opnuð við Grósku í Vatnsmýrinni og á næstu vikum verður önnur stöð opnuð við Hlemm en opið verður allan sólahringinn í stöðvunum.

Meginmarkmið Pikkoló er að auðvelda neytendum að nálgast mat- og dagvörur í nærumhverfi sínu með snjallari og umhverfisvænni hætti.

Með sjálfsafgreiðslustöðvum Pikkoló er bæði verið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í dreifingu og í senn bjóða upp á aukinn sveigjanleika í afhendingu fyrir viðskiptavini sem versla mat - og dagvörur á netinu. Pikkoló stöðvarnar eru alfarið byggðar upp á íslensku hugverki, hönnun og umhverfisvænni framleiðslu.

Panta þarf fyrir kl. 14:00 til að fá afhent samdægurs og verður pöntunin komin í hólf fyrir kl. 16.

Þú færð sms þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar í Pikkoló og getur sótt þegar þér hentar.