Origins Plantscription™ Retinol næturkrem 30 ml
Búið í bili
Láttu mig vita þegar varan kemur aftur 
Rakagefandi næturkrem sem hjálpar frumunum í húðinni að endurnýja sig, fyrirbyggir ótímabær öldrunarmerki og sýnilegar línur
Gefur ljóma með Retinol og fyrirbyggir þurrkt með ávaxtasýrum
Hentar öllum húðtegundum, gæti verið of sterkt fyrir viðkvæma húð
- Fyrstu tvær vikurnar skaltu aðeins nota kremið annað hvort kvöld, jafnvel sjaldnar ef húðin virðist ertast.
- Retinol ýtir undir endurnýjun húðfruma og þú gætir því upplifað roða og smá ertingu. Ef ertingin verður óbærileg skaltu hætta notkun þar til húðin jafnar sig. Þegar þú notar kremið aftur skaltu hafa rakagefandi serum eða annað rakakrem undir Retinol kreminu, og byrjaðu á að nota það bara 1-2x í viku til að byggja upp þol.
- Það getur tekið allt að mánuð fyrir húðina að venjast Retinol vörum.
- Ef þú ert með þurra eða viðkvæma húð mælum við með því að þú notir rakagefandi serum undir Retinol kremið og jafnvel annað rakakrem undir eða yfir Retinol kremið.
- Notaðu ávallt sólarvörn með 30+ SPF á daginn ef þú ert að nota Retinol vörur!
- Ekki er mælt með því að nota Retinol kremið ef þú ert á lyfseðilsskyldum húðvörum.