Neutrogena Hydro Boost City Shield rakakrem SPF 25

Húðin okkar er undir miklu áreiti á hverjum degi; mengun, sól, stress og svefnleysi eru þættir sem hafa allir mikil áhrif á húðina okkar og útlit hennar.
City shield kremið gefur húðinni raka með hjálp Hyaluronic sýru, en styrkir einnig varnir húðarinnar þegar kemur að því að takast á við dagleg áreiti. Gel kremið verndar húðina gegn mengun, en áhrif mengunar gerir það oft að verkum að húðin virkar líflaus og grá. Gel kremið veitir einnig vörn gegn skaðlegum UVA og UVB geislum sólarinnar, sem geta valdið því að húðin eldist hraðar.
Hydro Boost City Shield stuðlar því að rakafylltri og frísklegri húð, sem virðist ljóma innan frá. Kremið er einnig frábær grunnur fyrir farða.
Leiðbeiningar: Notist daglega sem síðasta skrefið í húðumhirðurútínunni fyrir farða.
Hydro Boost línan frá Neutrogena:
Húðin okkar lítur best út þegar hún er vel nærð og rakastig hennar er nægilegt. En ýmsir utanaðkomandi þættir geta haft neikvæð áhrif á rakastig húðarinnar, svo sem of lítill svefn, stress og mengun. Húðin hleypir þá of miklum raka út og endar of þurr. Þetta gerir það að verkum að fínar línur geta farið að myndast og húðin verður þreytuleg að sjá.
Neutrogena Hydro Boost er einstaklega rakagefandi lína sem bætir rakastig húðarinnar og aðstoðar hana við að halda því við. Húðin verður mýkri viðkomu, vel nærð og vörurnar fylla hana af raka daglega. Innblásturinn línunnar kemur frá asískum húðvörum, en húðvörur frá Asíu hafa lengi verið þekktar fyrir að vera fyrsta flokks.
Aðalinnihaldsefni Hydro Boost línunnar er náttúrulega rakaefnið Hyaluronic sýra. Sýran er nú þegar til staðar í húðinni en hún virkar líkt og svampur og bindur allt að 1000falda þyngd sína í vatni, djúpt í húðinni. Formúla Hydro Boost línunnar býr svo til eins konar vatnstank undir húðlaginu, sem sleppir rakanum hægt og rólega og tryggir það að húðin fái nægan raka yfir daginn, í stað þess að sleppa miklum raka í einu eins og húðinni er tamt í vissum aðstæðum. Þar að auki styrkir línan náttúrulegar rakavarnir húðarinnar með glycerin og ólívuextract, og tryggir með því að húðin tapi ekki rakanum of fljótt. Þannig gerir Hydro Boost það að verkum að húðin helst mjúk og fyllt af raka, og virðist ljóma innan frá.
Vörurnar í Hydro Boost línunni stífla ekki húðina og innihalda ekki alkóhól. Vörurnar eru þróaðar í samstarfi við húðlækna.