Neutrogena Bright Boost SPF30 rakagel

Bright Boost línan er endurnýjandi andlitslína, sem hjálpar húðinni að hægja á fyrstu merkjum öldrunar.
Kremið verndar húðina og gefur henni fallegan ljóma.
Með SPF30 vörn.
Bright Boost línan er endurnýjandi andlitslína, sem hjálpar húðinni að hægja á fyrstu merkjum öldrunar. Eftir því sem húðin þroskast hægir á endurnýjun frumanna, sem getur leitt til þess að margar gamlar húðfrumur safnast saman og húðin verður föl og þurr. Með því að örva náttúrulega frumuendurnýjun í ysta lagi húðarinnar verður líflaus og föl húð endurnýjuð og húðin fær náttúrulegan ljóma og aukinn raka.
Bright Boost SPF 30 Gel Fluid er endurnýjandi SPF 30 dagkrem með Neoglucosamine, C- og E-vítamíni. Neoglucosamine er amínósykur sem flýtir fyrir náttúrulegri endurnýjun fruma í ysta lagi húðarinnar. Það veitir raka og endurnærir húðina. C- og E-vítamín innihalda andoxunarefni sem styrkja heilbrigði húðarinnar. Þau veita húðinni vörn gegn skaðlegum áhrifum frá umhverfinu og hjálpa til við að lýsa dökka litabletti og jafna húðlitinn. Kremið verndar húðina og gefur henni fallegan ljóma.
Berið jafnt á hreina húð á andlitið og hálsi á hverjum degi.
Innihald: Aqua, Homosalate, Glycerin, Ethylhexyl Salicylate, Caprylyl Methicone, Phenylbenzimidazole Sulfonic Acid, Octocrylene, Butyl Methoxydibenzoylmethane, Diisopropyl Adipate, Acetyl Glucosamine, Dimethicone/Vinyl Dimethicone Crosspolymer, C14-22 Alcohols, MoriNeutrogenaa Oleifera Seed Extract, Hydroxyacetophenone, Bis-Ethylhexyloxyphenol Methoxyphenyl Triazine, Mica, Caprylyl Glycol, Tin Oxide, Silica, Isohexadecane, Glyceryl Stearate, Sorbitan Isostearate, C12-20 Alkyl Glucoside, PEG-100 Stearate, Polysorbate 60, Acrylates Copolymer, Xanthan Gum, Hydroxyethyl Acrylate/Sodium Acryloyldimethyl Taurate Copolymer, Disodium EDTA, Sodium Hydroxide, Citric Acid, Disodium Phosphate, Tocopheryl Acetate, Sodium Ascorbyl Phosphate, Phenoxyethanol, Chlorphenesin, Parfum, Citronellol, Benzyl Salicylate, CI 77891, CI 16035.