Mjöll Frigg bleikiklór 1 lítri

Eiginleikar:
Bleikiklór bleikir og hreinsar bletti, eyðir lykt og sótthreinsar. Bleikiklór má nota á hvíta og litfasta bómull, lín, hreint nylon, orlon, dralon og svipuð gerfiefni.
Notkun:
Venjulegur þvottur: Notið 2 matskeiðar (1/2 bolla) af klór í 8 lítra af volgu vatni. Athugið að mjög heitt vatn skemmir klórinn. Notið plast-, gler- eða emaleruð ílát, því að klór tærir flesta málma.
Blettahreinsun: Notið 1 bolla í 8 lítra af volgu vatni. Látið þvottinn liggja í lausninni í um 15 mín. Skolið síðan vel og endurtakið ef nauðsynlegt er.
Bleiking: Til að lýsa gulnað eða grátt tau, notið 3-4 bolla í 8 lítra af volgu vatni. Látið þvottinn liggja í lausninni í um 15-20 mínútur. Skolið síðan vel og endurtakið ef nauðsynlegt er.
Hreinsun og sótthreinsun: Á vöskum, flísum, baðkörum o.þ.h. notið 2-3 bolla í 8 lítra af volgu vatni.
Við reglubundna hreinsun á borðum í fiskivinnsluhúsum, veitingahúsum o.þ.h. þarf hálfan til einn bolla í 8 lítra af vatni.
Geymsla:
Bleikiklór geymist í amk. eitt ár frá framleiðsludegi í lokuðum upprunalegum brúsa, sé varan geymd á köldum og dimmum stað.
Varúð:
Notið aldrei klór á ull, silki, leður og óekta liti.
Hellið ekki klór í óhrein ílát.
Blandið ekki klór í sápuvatn þar sem sápa eyðir virkni klórsins.
Geymist fjarri sólarljósi, sýrum og súrum hreinsiefnum.