Heimkaup ábyrgist gæði og líftíma

Gæði og líftími vara

Við hjá Heimkaup erum stolt af því að geta boðið viðskiptavinum uppá ferskleika af okkar vörum. Þú getur því örugglega verslað alla vikuna í einu lagi, til dæmis færðu alltaf lágmarksgeymsluþol 5 daga fyrir mjólk - Þetta er í rauninni alveg eins og að grípa í öftustu vörurnar í hilluni eða kælinum - við gerum það bara fyrir þig.

Hér fyrir neðan birtum við lista yfir þær vörur sem við ábyrgjumst líftíma á.

Grænmeti og ávextir

Heimkaup leggur mikla áherslu á gæði ávaxta og grænmetis. Við fáum nýtt ferskt grænmeti og ávexti til okkar á hverjum degi, allan ársins hring, sem tryggir að við getum boðið upp á ferskustu vörurnar til viðskiptavina okkar. Áður en grænmeti og ávextir er valið í poka, fer það í gegnum strangt gæðaeftirlit af starfsmanni Heimkaupa, sem leggur áherslu á að gæði og ferskleiki standist kröfur viðskiptavina. Þegar grænmeti og ávextir er valið í poka, er einungis ein snerting við vöruna, en það er þegar varan er sett í pokann þinn. Við mælum með að skola grænmetið og ávextina fyrir neyslu. Jarðarber, hindber og brómber geymast í 1-2 daga í ísskáp eftir kaup.

Mjólkurvörur

  • Öll mjólk - 5 dagar
  • Rjómi - 5 dagar
  • Grjónagrautur - 5 dagar
  • Súrmjólk - 5 dagar
  • Fastir ostar - 10 dagar

Brauð og egg

  • Samlokubrauð - 3 dagar
  • Egg - 7 dagar

Kjöt

  • Pylsur og bjúgu - 5 dagar

Drykkjarvörur

  • Gos - 30 dagar

* Vörur sem eru á tilboði eða afslætti falla ekki undir þessa ábyrgð