Florealis Rosonia froða

Rosonia er áhrifarík meðferð við óþægindum á ytra kynfærasvæði. Rosonia dregur strax úr kláða, sviða og ertingu og vinnur gegn vægum sýkingum, verndar svæðið fyrir sýkingum, veitir raka og byggir upp heilbrigða húð. Hentar einnig vel á viðkvæm svæði eftir fæðingu.
Lýsing
Rosonia™ er einstaklega mjúk froða sem hentar vel á viðkvæmt kynfærasvæði kvenna. Hún er ætluð til staðbundinnar meðferðar við óþægindum (kláða, sviða, ertingu), bólgum og sárum á kynfærasvæði kvenna.
Rosonia™ myndar varnarhimnu yfir viðkomandi svæði sem verndar það frá ertandi efnum og árásum örvera úr umhverfinu. Froðuna má því einnig nota fyrirbyggjandi ásamt því að vera góð viðbótarmeðferð með lyfjum gegn bakteríu-, sveppa- og veirusýkingum. Rosonia myndar kjöraðstæður fyrir slímhúðina að gróa og endurnýja sig.
Rosonia™ er margprófuð og sýna niðurstöður klínískra og forklínískra rannsókna að varan minnkar verulega bólgur, sviða, kláða og einnig rispur og sprungur á kynfærum. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að Rosonia hentar vel konum sem hafa lichen sclerosis.