Ethique Pinkalicious sjampó
Þessi netti, fagurbleiki sjampókubbur hentar vel fyrir venjulegt- og olíukennt hár.
Pinkalicious inniheldur bleikt greipaldin og vanillu sem gefa kubbnum dásamlegan ilm ásamt lífrænni kókosolíu og kakósmjöri.
Pro tip: Það er alltaf mælt með því að þvo hárið tvisvar með sjampói í hverjum þvotti til þess að hreinsa bæði hárið og hárvörðinn og ná burt öllum hármótunarefnum.
Þessi magnaði kubbur jafnast á við 3 x 350 ml brúsa af hefðbundnu sjampói.
Til þess að kubburinn endist sem best skaltu geyma hann í íláti þar sem hann helst þurr, við mælum með Ethique geymsluboxunum sem passa nákvæmlega utan um einn sjampókubb og einn næringarkubb.
Ethique
Ekkert plast - bara frábærar hreinlætisvörur!
Meira en 40% af allri plastnotkun heims kemur til vegna umbúða ýmissa vara og alls enda 8 milljón tonn af plasti í sjónum á hverju ári vegna foks frá landfyllingum og rangrar förgunar.
Þessar staðreyndir urðu kveikjan að stofnun Ethique - en meginmarkmið vörumerkisins er að gera hágæða hreinlætis- og snyrtivörur algjörlega án þess að plast komi þar nokkurs staðar við sögu.
Ethique var stofnað árið 2012 og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna m.a. fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag. Hárvörur merkisins eru iðulega á listum yfir bestu hárvörukubba á markaðnum og hafa sjampóin hæstu stjörnugjöf allra sjampókubba á Amazon.com.
Vörur Ethique eru ávallt framleiddar á sjálfbæran hátt, eru vegan, án pálmaolíu og í niðurbrjótanlegum umbúðum.
En af hverju kubbar?
Allt að 75% af innihaldi hefðbundinnar sjampótúpu og um 90% af innihaldi hárnæringatúpu er vatn. Vatn er vissulega mikilvægur partur þessara vara en hugmyndafræði Ethique er sú að halda öllum þeim góðu innihaldsefnum sem gera gott sjampó en sleppa einfaldlega vatninu. Þannig er hægt að hafa vörurnar í föstu formi og spara bæði vatn og umbúðir án þess að tapa gæðum og virkni. Einn sjampókubbur er því ekki allur þar sem hann er séður, heldur á við 3 x 350 ml brúsa!
Vörulína Ethique á Íslandi samanstendur af sjampóum, hárnæringum, líkamshreinsum, andlitshreinsum, svitalyktareyði, prufupökkum og geymsluboxum.