COVID19 veiran


Heimkaup.is er eina matvöruverslun landsins sem hvorki viðskiptavinir né birgjar hafa beinan aðgang að. Viðskiptavinir kaupa í gegnum vefinn og fá sent heim. Birgjar skilja vörurnar eftir í vörumóttökunni. Þetta þýðir að Heimkaup.is getur betur stýrt sínu umhverfi en nokkuð annað íslenskt fyrirtæki á matvörumarkaði.

btn_matvara

 

Aðgerðir og verklag vegna COVID19 veirunnar

Vegna nýrra smita innanlands höfum við aftur tekið upp hluta af því verklagi sem farið var eftir þegar faraldurinn stór sem hæst hér á landi. Við fylgjumst vel með framvindunni og bregðumst strax við ef þurfa þykir. Vinnulag Heimkaup.is varðandi sóttvarnir var sett í samráði við sérfræðinga hjá Vinnuvernd ehf. Aðgerðunum er ætlað að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síður viðskiptavina.