Klassísk crépes með sultu og rjóma, svo skemmir ekki fyrir að bera kökurnar fram með ferskum berjum til hliðar.
Crépes uppskrift
Hráefni
- 120 gr hveiti
- 450 ml mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk salt
- 3 stk egg
- 30 gr smjör bráðið
Aðferð
- Byrjið á að sigta saman hveiti og blandið saman við mjólkina og hrærið vel
- Bræðið smjör og hellið saman við deigið ásamt hinum hráefnunum salti, vanilludropum og eggjunum
- Hitið pönnu ( gott að setja smá smjör á hana) og prófið að baka eina pönnuköku, varist að hafa deigið of þunnt
- Bakið á venjulegri pönnukökupönnu eða á Crépes pönnu ( seld á Heimkaup).
Fylling
Hráefni
- 500 ml rjómi
- Askja af ferskum berjum til dæmis brómerjum, hindberjum eða bláberjum
- Sulta ( bragðtegund er val hvers og eins)
Aðferð
- Byrjið á að baka crépes kökurnar
- Þeytið rjóma
- Leggið sultu á kökurnar og því næst þeyttan rjóma og brjótið til helminga.
- Það er einnig mjög gott ráð að þegar að rjóminn er hálfþeyttur að bæta nokkrum ferskum berjum saman við hann og þeyta áfram.