Hérna kemur grunnuppskrift af crépes kökum, þú kannski átt til allskonar góðgæti heima í ísskápnum til að fylla inn í þær.
Hráefni
- 120 gr hveiti
- 450 ml mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk salt
- 3 stk egg
- 30 gr smjör bráðið
Aðferð
- Byrjið á að sigta saman hveiti og blandið saman við mjólkina og hrærið vel
- Bræðið smjör og hellið saman við deigið ásamt hinum hráefnunum salti, vanilludropum og eggjunum
- Hitið pönnu ( gott að setja smá smjör á hana) og prófið að baka eina pönnuköku, varist að hafa deigið of þunnt
- Bakið á venjulegri pönnukökupönnu eða á Crépes pönnu ( seld á Heimkaup)