Heill kjúklingur í ofni ásamt góðu salati, góður fjölskyldumatur sem einfalt er að matreiða.
Hráefni
- 1 stk heill kjúklingur
- 1 stk appelsína
- 1 stk hvítlaukur
- 1 stk kjúklingakraftsteningur
- Dass af jurtarsalti
- Salt og pipar eftir smekk
- Ólífuolía
Aðferð
- Þerraðu kjúklinginn með pappír
- Undirbúðu fat með loki og stilltu ofninn á 150 gráður blástur
- Skerðu appelsínu í báta og taktu hýðið utan af hvítlauknum, settu helminginn af appelsínunni og hvítlauknum inn í kjúklinginn og hinn helminginn í fatið
- Leystu kjúklingakraftsteninginn upp í 500 ml af heitu vatni og helltu í botninn á fatinu
- Penslaðu kjúklinginn að utan með ólífuolíu og kryddaðu með jurtarsalti / pipar að vild, leggðu kjúklinginn í fatið með lokinu á settu inn í ofn
- Þegar kjarnahiti kjúklingsins nær 55 gráðum eða um eftir 40 mínútur er kjúklingurinn tekinn út úr ofninum, þá er ofninn stilltur á 220 gráður grill og undirhita
- Setjið smá salt og pipar yfir kjúklinginn og setjið hann svo aftur inn í ofn án loksins
- Kjúklingurinn er tilbúinn þegar að kjarnahiti hans hefur náð 72 gráðum eða um eftir 60 mínútur og húðin gullinbrún
- Taktu kjúklinginn úr ofninum og leggðu álpappír yfir fatið, látið standa í um 10 mínútur.
Gjörið svo vel og njótið !