Hollt, gott og einfalt pasta salat með pestó kjúkling!
 Hráefni
  - 1 pakki kjúklingalundir
  - 50 g parmasean ostur
  - 1 krukka grænt eða rautt pestó
  - 180 g mozzarella ostur ferskur ( gott að nota minni kúlurnar)
  - 1 bakki af kirskuberjatómötum
  - 400 g pasta 
  - Fersk basil
  - Olía
  - Salt & pipar
  
 Aðferð
  - Skerið kjúklinginn í bita og steikið upp úr olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar.
  - Sjóðið pasta, sigtið vatnið frá og leyfið aðeins að kólna.
  - Skerið tómatana og mozzarella ostakúlurnar til helminga og blandið saman við pastað.
  - þegar kjúklingurinn er eldaður er hann tekinn af pönnunni og velt upp úr pestó í skál, svo eru honum blandað saman við pastað.
  - Stráið parmasean osti yfir ásamt ferskri basiliku og berið fram.
  
 Njótið vel !